Posted on

Hátíð fer að höndum ein (SSA)

Nú bjóðum við til sölu nýja útsetningu að laginu „Hátíð fer að höndum ein“.  Lagið er útsett af Stefáni Þorleifssyni sem jafnframt hefur sett nýja hljóma á lagið  sem gefur því nýjan blæ.

Hægt er að kaupa lagið hjá okkur og stýrir eintakafjöldi verði útsetningarinnar.

5-10 eintök kr. 589.- stk.
Fleiri eintök eru ódýrari.  Hafið samband til að afla ykkur upplýsinga.

Öll verð eru með vsk.

 

Posted on

Bókin farin í prentun

Bókin …að bora í vegg er farin í prentun og er væntanleg úr prentun í næstu viku. Í framhaldinu munum við hafa samband við þá sem pöntuðu bækur á kvennakóramótinu í vor og fáum staðfestar tölur svo hægt sé að ganga frá afgreiðslu á bókunum.

Posted on

Kynning á „…að bora í vegg“

Í dag fórum við Magnea og kynntum komandi útgáfu fyrir kórstjórum kvennakóra á kóramóti á Selfossi.  Óhætt er að segja að viðtökur fóru framúr björtustu vonum.  Allir voru ánægðir með framtakið og óskuðu eftir að kaupa bókina af okkur.

Þetta er hvatning til að halda áfram á sömu braut og gefa út fleiri bækur.

Netfang okkar er ekkertmal@tonlist.net  Það er bæði hægt að panta bækur og/eða óska eftir útsetningum.

Stefán